Wednesday, March 01, 2006

regnbogaverksmiðja

Það er ekki óalgengt að sjá regnboga en regnbogaverksmiðjur eru aftur á móti mun sjaldséðari. Þessa regnbogaverksmiðju sá ég í Edinborg en þar fer fram talsverð framleiðsla á regnbogum er mér sagt.

Monday, January 23, 2006

hér er ósæmilegt tilboð sem þú getur ekki hafnað

Niður úr hæstu hæðum stígur heilagur Spergill með guðdómleg tóndæmi og við sem heima sitjum getum vissulega þakkað pent fyrir okkur. Mér sýnist að Dr. Gunni geti hætt að blogga og farið að vinna í bankanum aftur. Flúff flúff flúff!

allt er gott sem endar

Það var vel við hæfi að enda ferðina í Edinborg en þar kenndi Gottlob á sínum tíma.

það var hann hitler á hálli braut

Í Berlín bölvaði Gottlob mörgum í sand og ösku auk þess sem honum var tíðrætt um gamla góða Prússland. Hér er meistarinn við það litla sem eftir er af Berlínarmúrnum.

Sunday, October 23, 2005

sumarauki í október 05

Gottlob át yfir sig í Debrecen og hafði það að öllu leyti of gott.

margs að minnast frá horfinni tíð

Eins og vitur maður sagði þá er Vín ekki borg heldur einfaldlega eitt risavaxið safn. Gottlob með Stephansdom í baksýn.

en það þarf enginn að kvarta

Sér í lagi ekki sé maður staddur í Bratislava. Gottlob þunnur þó það sjáist kannski ekki á honum.

það er augljóst lánin hafa leikið þig grátt

Tívolíið í Köben var auðvitað lokað en Gottlob heimtaði engu að síður myndatöku.

Monday, September 05, 2005

hugsaðu um það sem í djúpinu býr

Guðbergur er mættur aftur á svæðið.

Monday, August 22, 2005

60 en bráðvel ern og hraustur


Megasukk á menningarnótt. Palindrome sá um upphitun. Hirti ekki um Fræbblana.

píramídi eða klaustur?

Bandaríkin eða Finnland?

hvað er verið að ræða?

Arkitektúr, skipulagsmál og þunglyndi Íslendinga. Þetta tengist sterkum böndum eins og Hallgrímur Helgason bendir réttilega á í góðri grein.

Thursday, August 18, 2005

hvað er málið?

Flís er málið! Fór á stórskemmtilega útgáfutónleika með þeim á miðvikudagskvöldið og hef hlustað á diskinn þeirra Vott stanslaust síðan, en þar taka þeir lög sem Haukur Morthens söng á sínum tíma, í frábærum jazzútsetningum.

Wednesday, August 17, 2005

söngur um ekki neittjæja